Fyrir notendur

Markmið Sjónstöðvarinnar eru að auka möguleika þeirra sem eru blindir, sjónskertir eða með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu til virkni og þáttöku á öllum sviðum samfélagsins til jafns við aðra, með áherslu á stuðning til náms, sjálfstæðs heimilishalds, virkra tómstunda og atvinnuþátttöku.

Til að komast að sem notandi þjónustu hjá Sjónstöðinni þarf augnlæknir að vísa til okkar. Þú átt rétt á þjónustu ef sjónin þín er minni en 30% á betra auga (með gleraugum) eða með skert sjónsvið innan við 20 gráður.
Þegar augnlæknir hefur sent tilvísun á Sjónstöð fyrir inntökuteymi yfir tilvísunina. Tilvísunarteymið fer yfir tilvísunina og samþykkir þig í þjónustu. Þér er boðinn tími hjá sjónfræðing til að fara yfir þín mál.
Í fyrstu komu er farið yfir helstu hjálpartæki sem nýtast þér vegna sjónskerðingarinnar. Ef þarf að fara yfir félagsleg réttindi þá er þér gefin tími hjá félagsráðgjafa. Í boði er frekari þjónusta ef þurfa þykir svo sem kennsla á ákveðin hjálpartæki. Mikilvægt er að einstaklingur haldi áfram í þjónustu hjá sínum augnlækni þar sem hlutverk Sjónstöðvarinnar er hæfing og endurhæfing þeirra sem eru blindir eða sjónskertir. Öll læknismeðferð skal fara fram hjá meðhöndlandi augnlækni.
Efst í einkunnagjöf
Það er okkur hjá Sjónstöðinni mikil ánægja að greina frá niðurstöðum könnunar á þjónustu ríkisstofnana, því þar trónir Sjónstöðin efst í einkunnagjöf í ár. Í skýrslu Stjórnarráðsins segir um könnunina: „Fjölmargar stofnanir veita þjónustu hér á landi, margar stofnanir...
Styrkur til framhaldsnáms í augnlækningum erlendis eða vegna vísindarannsókna á því sviði
Auglýst er eftir umsóknum um styrk úr Minningarsjóðnum „Gefum blindum augum sjón“ á árinu 2023. Umsóknarfrestur er til 15. september 2023. Markmið sjóðsins er að stuðla að framþróun og nýjungum í augnlækningum með því að veita læknum og vísindamönnum styrk, er leita...
Lokað föstudaginn 26. maí
Sjónstöðin verður lokuð föstudaginn 26. maí vegna starfsdags. Hægt er að senda tölvupóst á netfangið midstod@midstod.is og verður skilaboðum svarað eins fljótt og auðið er.