Fyrir notendur

Markmið Sjónstöðvarinnar eru að auka möguleika þeirra sem eru blindir, sjónskertir eða með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu til virkni og þáttöku á öllum sviðum samfélagsins til jafns við aðra, með áherslu á stuðning til náms, sjálfstæðs heimilishalds, virkra tómstunda og atvinnuþátttöku.

Til að komast að sem notandi þjónustu hjá Sjónstöðinni þarf augnlæknir að vísa til okkar. Þú átt rétt á þjónustu ef sjónin þín er minni en 30% á betra auga (með gleraugum) eða með skert sjónsvið innan við 20 gráður.
Þegar augnlæknir hefur sent tilvísun á Sjónstöð fyrir inntökuteymi yfir tilvísunina. Tilvísunarteymið fer yfir tilvísunina og samþykkir þig í þjónustu. Þér er boðinn tími hjá sjónfræðing til að fara yfir þín mál.
Í fyrstu komu er farið yfir helstu hjálpartæki sem nýtast þér vegna sjónskerðingarinnar. Ef þarf að fara yfir félagsleg réttindi þá er þér gefin tími hjá félagsráðgjafa. Í boði er frekari þjónusta ef þurfa þykir svo sem kennsla á ákveðin hjálpartæki. Mikilvægt er að einstaklingur haldi áfram í þjónustu hjá sínum augnlækni þar sem hlutverk Sjónstöðvarinnar er hæfing og endurhæfing þeirra sem eru blindir eða sjónskertir. Öll læknismeðferð skal fara fram hjá meðhöndlandi augnlækni.
Afgreiðsla Sjónstöðvar lokuð 9. – 10. nóvember
Vegna framkvæmda verður afgreiðsla Sjónstöðvarinnar lokuð 9. - 10. nóvember. Síminn er hins vegar opinn þessa daga. Þá verður lyftan í Hamrahlíð 17 ekki starfhæf mánudaginn 13. nóvember.
Norræn punktaletursráðstefna á Íslandi
Dagana 25. – 26. október var haldin norræn punktaletursráðstefna í húsi Blindrafélagsins að Hamrahlíð 17. Til ráðstefnunnar mættu þátttakendur frá Íslandi, Danmörku, Noregi, Finnlandi og Svíþjóð, auk þess sem nokkrir þátttakendur tóku þátt í gegnum Teams. Ráðstefnan...
Dagur hvíta stafsins 15. október.
15. október er dagur hvíta stafsins; baráttu- og vitundardagur blinds og sjónskerts fólks. Dagurinn er alþjóðlegur og er tilgangurinn með honum að vekja athygli á málefnum blindra og sjónskertra einstaklinga og þá sérstaklega aðgengimálum og þeim aðgegnishindrunum sem...