Fyrir notendur

Markmið Sjónstöðvarinnar eru að auka möguleika þeirra sem eru blindir, sjónskertir eða með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu til virkni og þáttöku á öllum sviðum samfélagsins til jafns við aðra, með áherslu á stuðning til náms, sjálfstæðs heimilishalds, virkra tómstunda og atvinnuþátttöku.

Til að komast að sem notandi þjónustu hjá Sjónstöðinni þarf augnlæknir að vísa til okkar. Þú átt rétt á þjónustu ef sjónin þín er minni en 30% á betra auga (með gleraugum) eða með skert sjónsvið innan við 20 gráður.
Þegar augnlæknir hefur sent tilvísun á Sjónstöð fyrir inntökuteymi yfir tilvísunina. Tilvísunarteymið fer yfir tilvísunina og samþykkir þig í þjónustu. Þér er boðinn tími hjá sjónfræðing til að fara yfir þín mál.
Í fyrstu komu er farið yfir helstu hjálpartæki sem nýtast þér vegna sjónskerðingarinnar. Ef þarf að fara yfir félagsleg réttindi þá er þér gefin tími hjá félagsráðgjafa. Í boði er frekari þjónusta ef þurfa þykir svo sem kennsla á ákveðin hjálpartæki. Mikilvægt er að einstaklingur haldi áfram í þjónustu hjá sínum augnlækni þar sem hlutverk Sjónstöðvarinnar er hæfing og endurhæfing þeirra sem eru blindir eða sjónskertir. Öll læknismeðferð skal fara fram hjá meðhöndlandi augnlækni.
Samnorrænn vinnufundur á Íslandi
Samtökin The Nordic Network for CHARGE Syndrome voru stofnuð árið 2002 og fagna því 20 ára afmæli á þessu ári. Í starfshópi samtakanna eiga fulltrúar frá Íslandi, Danmörku, Noregi og Svíþjóð sæti, og í maí síðastliðnum hittist þessi hópur á Íslandi. Unnið var að...
Alþjóðleg ráðstefna um sjónhimnusjúkdóma 9.-11. júní, og opin málstofa
Sjónstöðin vill vekja athygli á því að dagana 9. - 11. júní n.k. verður á Íslandi haldin alþjóðleg ráðstefna RIWC2022 um sjónhimnusjúkdóma, og laugardaginn 11. júní verður opin málstofa á íslensku um arfgenga hrörnunarsjúkdóma í sjónhimnu. Á ráðstefnunni verður...
Að hugsa sér – Þróunarverkefni um þreifibækur fyrir blind börn
Mánudaginn 30. maí s.l. fór fram kynning á þróunarverkefninu „Að hugsa sér“ sem eru þreifibækur fyrir blind börn á aldrinum 0 – 6 ára. Hugmyndin að þessu verkefni kviknaði á sýningu Gerðar Guðmundsdóttur listakonu; „Skynjun – Má snerta“ í ágúst 2019. Rannveig...