Miðstöðinni er umhugað um persónuvernd og ber virðingu fyrir réttindum einstaklinga. Markmið Miðstöðvarinnar er að leggja áherslu á persónuvernd með því að tryggja lögmæta, sanngjarna og gagnsæja meðferð allra persónuupplýsinga og að öll vinnsla sé í samræmi við lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga nr. 90/2018 (hér eftir nefnd persónuverndarlög).    

Persónuupplýsinga skal einungis aflað í skýrt tilgreindum tilgangi og vinnsla þeirra takmörkuð við það sem nauðsynlegt er. Þá skulu upplýsingar vera áreiðanlegar og uppfærðar eftir þörfum og varðveittar á öruggan hátt. 

Í persónuverndarstefnu þessari eru veittar upplýsingar og fræðsla um vinnslu persónuupplýsinga hjá Miðstöðinni.

Miðstöðin leggur áherslu á að hafa persónuverndarstefnu sína gagnorða, skýra og á einföldu máli. 

Persónuverndarstefna Miðstöðvarinnar