Þjónustu- og þekkingarmiðstöð
fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu.
Málverkið á forsíðunni er eftir Rut Rebekku. Með því að smella á myndina má sjá fleiri myndir eftir hana.
Algeng atriði
Endurgreiðslur gleraugna
Til að sækja um endurgreiðslu vegna gleraugna þarf að fylla út eyðublað á vefnum. Fylgja þarf afrit af augnvottorði og sundurliðaða kvittun frá gleraugnaverslun.
Bæklingar
Þjónusta
Markmið Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvarinnar er að auka möguleika þeirra sem eru blindir eða sjónskertir til virkni og þátttöku á öllum sviðum samfélagsins til jafns við aðra.
Samþætt sjón- og heyrnarskerðing
Umferli
Náms- og starfsráðgjöf
nýjustu fréttir
Íslensku Ivona raddirnar fyrir Android – ekki týna símanum
Blindrafélagið vekur athygli á því að ekki sé lengur hægt að sækja smáforritið með íslensku röddunum Karli og Dóru frá IVONA í Google PlayStore...

Ráðstefna um sjónráðgjöf 2022
Skráning er hafin á 10. norrænu ráðstefnuna um sjónráðgjöf (Nordisk Kongres i Synspædagogik) sem haldin verður 7. – 9. september 2022 í Billund í...
Annasamt ár hjá hundaþjálfara
Mikil vitundarvakning hefur verið undanfarið um leiðsöguhunda og hafa notendur með hunda verið mjög sýnilegir og duglegir að kynna þá....
Bergþóra styrkir um bíl og stól
Rebekkustúkan Bergþóra hefur ákveðið að veita Sjónstöðinni - þjónustu- og þekkingarmiðstöð styrk til kaupa á nýjum „hundabíl“ og augnsmíðastól....
EBU-ráðstefna í Serbíu, 21.-22. okt. 2021
Dagana 21. og 22. október (fimmtudag og föstudag) verður alþjóðleg ráðstefna Evrópsku blindrasamtakanna (EBU; European Blind Union) haldin í...
áhugavert efni
Er glasið þitt fullt?
Að hella í glas eða annars konar ílát getur verið mikil áskorun fyrir blinda og sjónskerta, sérstaklega þá sem hafa notast við sjónina í daglegu lífi framan af lífsleiðinni. Slíkt getur krafist æfingar en hér á eftir fylgja nokkur atriði sem hægt er að nýta sér á...
Punktaletur og tæknibúnaður
Punktaletur, einnig kallað blindraletur, er upphleypt letur byggt á sex punkta einingum (sellum (e. cells)). Hægt er að raða punktunum upp á 63 mismunandi vegu og mynda þannig 63 mismunandi tákn. Með því er hægt að mynda alla stafi stafrófsins, tölustafi, greinarmerki...
Handbókin „Út á vinnumarkaðinn“
Miðstöðin hefur þýtt og gefið út handbókina Út á vinnumarkaðinn, sem upprunalega var unnin af Evrópsku blindrasamtökunum (European Blind Union). Í henni er að finna upplýsingar og hagnýt ráð sem geta gagnast sjónskertu fólki í atvinnuleit. Með þessari handbók geta...
viðburðir
algengar spurningar
Ég sótti um endurgreiðslu á gleraugum en get ekki séð að greiðslan hafi borist
Allar gleraugnaendurgreiðslur koma frá Fjársýslu ríkisins og eru merktar „Ríkissjóður.“
Get ég sótt um hjálpartæki fyrir mig eða ættingja?
Einungis notendur Miðstöðvarinnar geta fengið úthlutað hjálpartækjum. Ekki er hægt að kaupa hjálpartæki hjá Miðstöðinni.
Geta fullorðnir fengið endurgreiðslu vegna gleraugnakaupa?
Fullorðnir eiga frá 18 ára aldri rétt á endurgreiðslum vegna eftirfarandi:
- Eru augasteinalausir (aphaki)
- Þurfa á prismagleraugum að halda vegna tvísýni
- Eru hánærsýnir (myopia gravis) ≥12,00
- Eru háfjarsýnir (microphathalmia) ≥10,00
- Eru með lausa augasteina (luxatio lentis)
- Þurfa að breyta gleraugnastyrk umtalsvert, að mati sérgreinalæknis í augnlækningum, vegna augnsjúkdóma eða skurðaðgerða, svo sem keiluglæru (keratoconus), eftir hornhimnuígræðslu eða nethimnulossaðgerð.
Hvað á að gera við hjálpartæki ef þau eru ekki lengur í notkun?
Miðstöðin lánar öll hjálpartæki og óskar því eftir að þeim sé skilað ef þau nýtast ekki lengur.
um stofnunina
Markmið Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu er að auka möguleika þeirra sem eru blindir, sjónskertir eða með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu til virkni og þátttöku á öllum sviðum samfélagsins til jafns við aðra, með áherslu á stuðning til náms, sjálfstæðs heimilishalds, virkra tómstunda og atvinnuþátttöku.